Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 23. maí 2020 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvaða hlutverk fær Sveindís? - „Stærsta ráðgáta sumarsins"
Sveindís Jane spilar með Blikum í sumar.
Sveindís Jane spilar með Blikum í sumar.
Mynd: Breiðablik
Sveindís er mjög svo efnilegur sóknarmaður.
Sveindís er mjög svo efnilegur sóknarmaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik hafnaði í öðru sæti Pepsi Max-deildarinnar á síðustu leiktíð, en liðið hefur styrkt sig mikið fyrir komandi keppnistímabil.

Ein af þeim sem hefur komið til liðsins í vetur er hin efnilega Sveindís Jane Jónsdóttir sem kom frá Keflavík á láni. Sveindís er mjög efnileg en hvort að hún eigi eftir að komast inn í ógnarsterkt byrjunarlið Blika á eftir að koma í ljós. Breiðablik er með gríðarlega vel mannað lið framarlega á vellinum.

„Þú ert með á Öglu Maríu (Maríu Albertsdóttur) og Karólínu (Leu Vilhjálmsdóttur) á köntunum og Berglindi (Björgu Þorvaldsdóttur) fremsta. Það er engin Sveindís í þessu byrjunarliði," sagði Hulda Mýrdal í síðasta þætti af Heimavellinum. „Væri galið að taka Öglu Maríu út úr liðinu fyrir Sveindísi?"

„Já, ég held það. Liðið er það vel rútínerað, og Bára er að tala um Valskonur þurfi að hrista upp í hlutnum en ég sé ekki alveg að Blikar þurfi að gera það. Þú ert að fá nýja leikmenn og nýja vinkla með því, en þetta er erfitt. Við viljum sjá Berglindi og Sveindísi spila, en ég sé þær ekki spila saman."

Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sem var með Huldu og Mist í þættinum, sér fyrir sér að Sveindís sé að fara að byrja og spila.

„Ég sé ekki annað að Sveindís spili," segir Bára. „Hvernig þær gera það er ekki eitthvað sem ég get útskýrt því ég veit ekki hvernig hann (Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Blika) stillir upp. Ég sé ekki annað en að hann spili Sveindísi, af hverju ertu að fá hana?"

„Ef að Alexandra (Jóhannsdóttir) er meidd þá getur Karólína farið inn á miðjuna og Sveindís verið kantur/sóknarmannstýpa einhver. En þá ertu samt að breyta vel drilluðu liði svo mikið," sagði Mist.

„Ég er alveg sammála því, en hann verður að koma þeim einhvern veginn fyrir. Til hvers var hann annars að sækja Sveindísi? Kannski verður hún 'super-sub (varamaður)' fyrir Berglindi, maður veit það ekki," sagði Bára, en þá sagði Mist: „En það er ekki skrefið sem Sveindís á að taka."

„Nei, en Steini er að hugsa um hvernig hann eigi að vinna titilinn, ekki hvað skref Sveindís á að taka," sagði Bára.

Bára veltir því fyrir sér jafnvel hvort að Þorsteinn muni fara í tígulmiðju með Sveindísi og Berglindi tvær fremstar. „Ég hef ekki hugmynd hvernig hann ætlar að gera þetta. Sveindís er viðbjóðslega fljót, hún er góð í föstum leikatriðum og góður markaskorari. Hún gefur Breiðablik mikið með hraða sínum. Ég held að það sé alveg 100 prósent að hún fari að spila einhverja rullu, en ég veit ekki hvaða rullu."

„Er þetta ekki stærsta ráðgáta sumarsins?" sagði Mist, en umræðuna má í heild sinni hlusta á hér að neðan.

Breiðablik

Komnar
Hafrún Rakel Halldórsdóttir frá Aftureldingu
Rakel Hönundóttir frá Reading
Sveindís Jane Jónsdóttir frá Keflavík á láni
Vigdís Edda Friðriksdóttir frá Tindastóli

Farnar
Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir í Keflavík á láni
Kristjana R. Kristjánsdóttir Sigurz í ÍBV á láni

Sjá einnig:
Komnar/farnar í Pepsi Max-deild kvenna
Heimavöllurinn - Spá fyrir Pepsi Max 2020
Athugasemdir
banner
banner
banner