Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 25. júní 2019 18:52
Arnar Helgi Magnússon
Svíþjóð: Gummi Tóta í sigurliði - Kolbeinn kom ekki við sögu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
AIK 0 - 2 Norrköping
0-1 Christoffer Nyman ('44)
0-2 Christoffer Nyman ('63)

Guðmundur Þórarinsson spilaði allan leikinn þegar Norrköping sigraði AIK í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Kolbeinn Sigþórsson sat allan tímann á varamannabekk AIK í leiknum.

Norrköping komst yfir komst yfir undir lok fyrri hálfleiksins þegar Christoffer Nyman setti boltann í netið eftir undirbúning frá Lars Gerson.

Það var síðan nákvæmlega sama uppskrift í síðari hálfleik þegar Nyman tvöfaldaði forystu Norrköping, einmitt eftir sendingu frá Gerson.

Panajotis Dimitriadis, í liði AIK, fékk að líta beint rautt spjald þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik.

Með sigrinum er Norrköping komið upp í sjötta sæti deildarinnar, þremur stigum frá AIK.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner