Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 26. júní 2019 17:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið ÍBV og Víkings: Enginn útlendingur hjá gestunum
Veloso er í markinu hjá ÍBV.
Veloso er í markinu hjá ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Örlygur byrjar.
Viktor Örlygur byrjar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 18:00 hefst leikur ÍBV og Víkings í Mjólkurbikar karla. Þetta er fyrsti leikurinn í 8-liða úrslitunum. Hinir leikirnir verða annað kvöld.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu.

Í Pepsi Max-deildinni er ÍBV á botninum með fimm stig. Víkingur hefur unnið tvo leiki í röð og er núna með 10 stig í níunda sæti deildarinnar. Þegar liðin mættust í Vestmannaeyjum í síðasta mánuði var niðurstaðan 1-1 jafntefli.

Frá síðasta deildarleik ÍBV, sem var 3-1 tap gegn Breiðabliki, fara Halldór Páll Geirsson, Evariste Ngolok og Víðir Þorvarðarson út úr byrjunarliðinu. Inn koma Rafael Veloso, Gilson Correia og Diogo Coelho.

Víkingar unnu 4-3 sigur á KA í síðasta leik. Frá þeim leik fara Mohamed Dide Fofana og Nikolaj Hansen út. Inn koma Viktor Örlygur Andrason og Örvar Eggertsson. Það er enginn erlendur leikmaður í byrjunarliði Víkings, en fjórir á bekknum.

Byrjunarlið ÍBV:
93. Rafael Veloso (m)
2. Sigurður Arnar Magnússon
8. Priestley Griffiths
10. Guðmundur Magnússon
11. Sindri Snær Magnússon (f)
20. Telmo Castanheira
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson
26. Felix Örn Friðriksson
73. Gilson Correia
77. Jonathan Franks
92. Diogo Coelho

Byrjunarlið Víkings:
1. Þórður Ingason (m)
6. Halldór Smári Sigurðsson
8. Sölvi Geir Ottesen (f)
9. Erlingur Agnarsson
11. Dofri Snorrason
13. Viktor Örlygur Andrason
18. Örvar Eggertsson
21. Guðmundur Andri Tryggvason
22. Ágúst Eðvald Hlynsson
24. Davíð Örn Atlason
77. Atli Hrafn Andrason
Athugasemdir
banner
banner