Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 27. september 2020 09:35
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Púsluspil fyrir Arnar Gunnlaugs að stilla upp liðinu
Davíð Örn Atlason tekur út leikbann.
Davíð Örn Atlason tekur út leikbann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason.
Kári Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það verður púsluspil fyrir Arnar Gunnlaugsson þjálfara Víkings að stilla upp liði dagsins en margir í leikmannahópnum eru tæpir eða meiddir.

Víkingur heimsækir ÍA klukkan 14:00.

Kwame Quee og Kári Árnason fóru meiddir af velli í tapinu gegn Fylki á fimmtudag og bakvörðurinn Davíð Örn Atlason mun taka út leikbann í dag.

„Óttar Magnús er farinn og nánast helmingur liðsins er á meiðslalistanum núna. Kwame Quee meiðist, Kári meiðist, Davíð Atla er í leikbanni, Dofri er eitthvað tæpur, Helgi Guðjóns meiddur, Sölvi meiddur, Nikolaj Hansen meiddur og Tómas Guðmunds meiddur," sagði Elvar Geir Magnússon í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977.

„Svo eru ungir strákar sem ættu að fylla upp í bekkinn fjarverandi því þeir eru í sóttkví eftir þessa hæfileikamótun KSÍ," sagði Tómas Þór Þórðarson. „Þarna hefði verið tækifæri til að gefa einhverjum 16-17 ára strákum tækifæri til að vera í hópnum."

Kári bjartsýnn á Rúmeníuleikinn
Meiðsli landsliðsmiðvarðarins Kára Árnasonar eru sögð ekki eins alvarleg og óttast var en nú styttist í umspilsleikinn gegn Rúmeníu og talað hefur verið um að Kári sé í kapphlaupi við tímann að vera klár í þann slag.

„Ég kannaði þetta aðeins í morgun. Þetta var ekki alvarleg tognun segir minn maður í Víkinni og Kári er bjartsýnn á Rúmeníuleikinn. Það er gott fyrir Ísland,"

Í útvarpsþættinum var rætt um stöðu Víkinga og leikstíl liðsins en Víkingur er í tíunda sæti Pepsi Max-deildarinnar. „Það er því miður orðið mjög þungt yfir," sagði Tómas Þór Þórðarson en þáttinn má nálgast í spilaranum hér að neðan eða í gegnum hlaðvarpsforrit.

Leikir dagsins - Pepsi Max-deild karla
14:00 FH-Fjölnir (Kaplakrikavöllur)
14:00 KR-Fylkir (Meistaravellir)
14:00 ÍA-Víkingur R. (Norðurálsvöllurinn)
16:15 Grótta-KA (Vivaldivöllurinn)
19:15 Valur-Breiðablik (Origo völlurinn)
19:15 HK-Stjarnan (Kórinn)
Útvarpsþátturinn - Leikstílar í Pepsi Max og óverðskuldaður sigur Man Utd
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner