Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 24. október 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dolberg ekki á förum - Framlengir við Ajax til 2022
Mynd: Getty Images
Danski sóknarmaðurinn Kasper Dolberg kann greinilega vel við sig í Amsterdam því hann er búinn að framlengja samning sinn við Ajax um fjögur ár, til 2022.

Dolberg kom 17 ára til Ajax en hann ólst upp hjá Silkeborg í Danmörku. Hann sló í gegn tímabilið 2016-17 þar sem hann hjálpaði Ajax að komast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Hann var í kjölfarið orðaður við stærstu lið Evrópu en ákvað að halda tryggð við Ajax.

Síðasta tímabil var ekki eins gott fyrir Dolberg og voru meiðsli eilítið að stríða honum.

Hann er búinn að spila fjóra leiki í hollensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og er kominn með þrjú mörk.

„Við höfum rætt um nýjan samning í langan tíma og ég er glaður að þetta sé klappað og klárt. Ég er mjög ánægður hjá Ajax," segir Dolberg í samtali við heimasíðu Ajax.

Dolberg er aðeins 21 árs og hann á framtíðina fyrir sér ef hann heldur rétt á spilunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner