Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   fös 20. september 2019 21:30
Hulda Mýrdal
Rakel Loga: Erfitt tímabil andlega og líkamlega
Rakel Logadóttir þjálfari HK/Víkings
Rakel Logadóttir þjálfari HK/Víkings
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK/Víkingur lauk þátttöku sinni í Pepsi Max deildinni 2019 með 0-1 tapi fyrir Þór/KA og spilar að ári í Inkasso.

Lestu um leikinn: HK/Víkingur 0 -  1 Þór/KA

„Það er bara eins og eftir alla leiki hérna í sumar. Við töpum og eigum bara ekki alveg nógu góðan fyrri hálfleik. Seinni hálfleikur betri og svekkjandi að geta ekki skorað allavegana eitt mark og enda þetta með jafntefli."

Það hefur verið erfitt sumar og um það hafði Rakel að segja: „Já þetta er búið að vera erfitt. Við erum búin að vera með leikmenn í meiðslum eins og Arna. Svo missum við núna hana Karó Jack í leiðinleg meiðsli. Rifa í krossband skilst mér. Og fleiri svona meiðsli sem við þurftum bara að díla við. Erfitt tímabil fyrir alla andlega og líkamlega."

Hvernig hefur verið að mótivera hópinn eftir að ljóst var að liðið var fallið í þessa síðustu leiki?
„Ekkert þannig, mér fannst það ekkert erfitt. Eina sem ég hugsaði og gerði var að létta svoldið á æfingunum, hafa þetta létt og skemmtilegt. Það er búið að vera stemming á æfingum. Hef ekkert út á það að setja. Við höfum alltaf ætlað að vinna leikina sem við höfum farið í. Það hefur aldrei vantað."

Rakel segist ekki sjá eftir að hafa tekið við liðinu. „Nei. Nei nei alls ekki. Ótrúlega flottar stelpur og gaman að vinna með þeim. Sé ekki eftir neinu þó þetta sé búið að vera erfitt."

Nánar er rætt við Rakel í sjónvarpinu að ofan um framhaldið hjá henni, leikmenn og Inkasso.
Athugasemdir
banner
banner