Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 11. desember 2019 19:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Meistaradeildin: Atalanta áfram - Jesus skoraði þrennu í Zagreb
Mynd: Getty Images
Tveimur leikjum er lokið í Meistaradeildinni í kvöld. Manchester City sigraði Dinamo Zagreb í Króatíu og Atalanta lagði Shakhtar Donetsk í Úkraínu.

Dnamo komst yfir gegn City með frábæru marki Dani Olmo. Gabriel Jesus skoraði næstu þrjú mörk leiksins, önnur þrenna Brasilíumannsins sem er yngsti Brasilíumaðurinn til að skora tíu mörk í Meistaradeildinni, Jesus kominn með ellefu mörk samtals.

Undir lok leiks bætti Phil Foden við fjórða marki City þegar hann skoraði eftir undirbúning Bernardo Silva.

Hinn sautján ára gamli Harwood-Bellis Taylor lék sinn annan leik fyrir City í kvöld. Hann kom inn á undir lok leiks. Fyrr í vetur spilaði hann allan leikinn gegn Preston í deildabikarnum.

Dinamo, Shakhtar og Atalanta áttu öll möguleika á að komast áfram og þar sem Dinamo tapaði þá komu einungis Shakhtar eða Atalanta til greina. City var öruggt áfram fyrir leiki kvöldsins.

Timothy Castagne kom Atalanta yfir á 66. mínútu og Mario Pasalic bætti við öðru marki fyrir Atalanta á 80. mínútu. Á 77. mínútu, þremur mínútum fyrir annað mark gestanna, fékk Dodo í liði Shakhtar að líta rauða spjaldið. Í uppbótartíma komst Atalanta í 0-3, Robin Gosens skoraði þriðja markið og innsiglaði sigur Ítalanna.

Atalanta því komið áfram í 16-liða úrslit.

Shakhtar D 0 - 3 Atalanta
0-1 Timothy Castagne ('66 )
0-2 Mario Pasalic ('80 )
0-3 Robin Gosens ('90 )
Rautt spjald: Dodo, Shakhtar D ('77)

Dinamo Zagreb 1 - 4 Manchester City
1-0 Dani Olmo ('10 )
1-1 Gabriel Jesus ('34 )
1-2 Gabriel Jesus ('50 )
1-3 Gabriel Jesus ('54 )
1-4 Phil Foden ('84 )
Athugasemdir
banner
banner