Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 01. ágúst 2022 13:13
Ívan Guðjón Baldursson
Chelsea að stela Cucurella undan nefi Man City
Mynd: EPA
Fabrizio Romano greinir frá því að Chelsea ætli sér að stela vinstri bakverðinum Marc Cucurella undan nefi Manchester City.

Brighton hafnaði 30 milljón punda tilboði frá Man City í bakvörðinn og bað um 50 milljónir. City var tilbúið til að borga 40 milljónir en ekki auri yfir það.

Þær samræður stoppuðu og var City sagst ætla að snúa sér að nýjum skotmörkum. Chelsea nýtti tækifærið og ætlar að reyna að ganga frá félagsskiptunum sem fyrst.

Chelsea ætlar að nýta sér áhuga Brighton á Levi Colwill, efnilegum varnarmanni sem stóð sig vel að láni hjá Huddersfield á síðustu leiktíð, og bjóða hann með í skiptum fyrir Cucurella.

Marcos Alonso og Emerson Palmieri eru vinstri bakverðir félagsins en Barcelona hefur mikinn áhuga á Alonso og er að reyna að krækja í hann.


Athugasemdir
banner
banner
banner