Andre Onana, markvörður Man Utd sem er á láni hjá Trabzonspor, var ekki valinn í landsliðshóp Kamerún fyrir Afríkumótið sem hefst rétt fyrir jól.
Onana fór til Trabzonspor í Tyrklandi á lán frá Man Utd í sumar eftir að hafa dottið út úr byrjunarliðinu hjá Ruben Amorim.
Hann hefur gert fína hluti hjá Trabzonspor sem er í 3. sæti tyrknesku deildarinnar tveimur stigum á eftir toppliði Galatasaray.
Onana byrjaði alla leikina hjá landsliðinu í undankeppni HM en liðinu mistókst að tryggja sér sæti á lokamótinu sem fram fer í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó á næsta ári. Hann hefur spilað 53 landsleiki.
Afríkumótið hefst þann 21. desember en Kamerún er með Gabon, Fílabeinsströndinni og Mósambík í riðli.
Athugasemdir




