Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
   mán 01. desember 2025 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ýmir áfram hjá Þór (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ýmir Már Geirsson hefur framlengt samning sinn við Þór út tímabilið 2026. Hann er 28 ára vinstri bakvörður sem kom til Þórs fyrir tímabilið 2023. Hann hjálpaði Þór að vinna Lengjudeildina í sumar og verður með liðinu í Bestu deildinni á næsta tímabili.

Hann lék 19 leiki í Lengjudeildinni í sumar og hefur hann nú leikið alls 55 leiki fyrir Þór en hann hefur einnig leikið með Magna, Dalvík/Reyni og fyrir uppeldisfélagið KA á meistaraflokksferli sínum.

Hann kom inn í lið Þórs í 10. umferð Lengjudeildarinnar í sumar og leit ekki um öxl, byrjaði alla leiki nema einn eftir leikinn gegn Fjölni. Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, ræddi um Ými í viðtali fyrr í vetur.

„Hann kemur inn og tekur þessa stöðu, er frábær. Hann steig vart feilspor út mótið, tók þetta sætið í vinstri bakverðinum og ríghélt í það. Hann býr yfir mikilli reynslu, er með geggjað hugarfar, sigurhugarfar. Hann hefur verið að brasa við meiðsli síðustu ár og að hafa hann heilan og í góðu standi út mótið var geggjað fyrir okkur," sagði Siggi. Viðtalið má nálgast í hlekknum hér að ofan.
Athugasemdir
banner