Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
banner
   mán 01. desember 2025 18:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sá besti framlengir við Þór
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigfús Fannar Gunnarsson hefur skrifað undir nýjan samning við Þór sem gildir út tímabilið 2028.

Sigfús átti frábært tímabil þegar Þór vann Lengjudeildina síðasta sumar og tryggði sér sæti í Bestu deildinini. Hann var besti og markahæsti leikmaður deildarinnar með 15 mörk í 21 leik.

Sigfús er 23 ára sóknarmaður og er uppalinn hjá Þór. Hann hefur spilað 82 leiki fyrir Þór.

Hann spilaði með Dalvík/Reyni sumarið og skoraði sex mörk í 21 leik í 2. deild.


Athugasemdir
banner