Fótbolti.net sagði frá því á laugardag að Adam Árni Róbertsson væri ekki að æfa með liðinu, en hann var fyrirliði þess á liðnu tímabili. Hann er samningsbundinn félaginu en langar að spila í efstu deild.
Adam Árni er fæddur 1999 og einungis leikmenn toppliðanna Sigfús Fannar Gunnarsson (Þór) og Oumar Diouck (Njarðvík) skoruðu fleiri mörk, 15, eða einu marki meira en Adam. Hann var á bekknum í liði ársins í Lengjudeildinni.
Fótbolti.net ræddi við Sigurð Óla Þorleifsson, formann fótboltadeildar Grindavíkur, um Adam.
Adam Árni er fæddur 1999 og einungis leikmenn toppliðanna Sigfús Fannar Gunnarsson (Þór) og Oumar Diouck (Njarðvík) skoruðu fleiri mörk, 15, eða einu marki meira en Adam. Hann var á bekknum í liði ársins í Lengjudeildinni.
Fótbolti.net ræddi við Sigurð Óla Þorleifsson, formann fótboltadeildar Grindavíkur, um Adam.
„Adam Árni er frábær karakter, mjög metnaðarfullur. Hann vill spila í Bestu deildinni og ég skora á félag í Bestu deildinni að gera tilboð í hann ef svo ber undir, hann er náttúrulega samningsbundinn okkur. Okkur fannst ekkert mál að gefa honum smá ráðrými næstu 2-3 vikur, en svo sjáum við bara hvað gerist. Það hefur ekkert formlegt tilboð komið í kappann ennþá. Hans draumur er að spila í Bestu deildinni á næsta ári og við verðum að sjá hver framvindan verður," segir Siggi.
„Hann óskaði eftir að fá smá pásu á meðan hann væri að hugsa sín mál og við urðum við því. Hann er búinn að vera frábær fyrir okkur síðustu tvö tímabil, við sjáum bara hvað setur."
Að öllu óbreyttu, ekkert tilboð samþykkt, hvenær áttu von á því að hann snúi aftur á æfingar með liðinu?
„Við væntum þess að hann snúi til baka eftir jólafrí, 1. janúar, ef ekkert tilboð hefur borist í hann," segir Siggi.
Adam hefur verið orðaður við Njarðvík, Fram, KA og ÍBV hér á Fótbolti.net.
Athugasemdir



