Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
banner
   mán 01. desember 2025 17:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aron Einars í Njarðvík (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Stefán Marteinn
Aron Einarsson er genginn í raðir Njarðvíkur en hann kemur á frjálsri sölu frá Leikni þar sem samningur hans var runninn út. Hann skrifar undir tveggja ára samning við félagið.

Hann er þriðji leikmaðurinn sem Njarðvík fær í vetur en fyrr í þessum mánuði sömdu þeir Eiður Aron Sigurbjörnsson og Alex Freyr Elísson við Njarðvíkinga.

Aron er 23 ára miðjumaður sem uppalinn er hjá Selfossi og hafði þar til 2024 leikið allan sinn feril með uppeldisliðinu. Hann gekk í raðir Leiknis eftir tímabilið 2023 og lék 34 leiki í Lengjudeildinni með Breiðhyltingum.

Alls á hann að baki 132 KSÍ leiki og hefur í þeim skorað fimm mörk. Hann fékk hrós frá Ágústi Gylfasyni, sem stýrði liði Leiknis stærstan hluta tímabilsins, fyrr í vetur.

„Óli var frábær í markinu, kosinn besti leikmaðurinn bæði af okkur og stuðningsmönnum og átti það fyllilega skilið. Það voru menn sem stíga upp í lokaleikjunum, Aron Einars og Kári sérstaklega. Þetta eru strákar sem voru kannski ekkert búnir að vekja mikla athygli í gegnum tímabilið, en þarna stigu þessir karakterar upp og hjálpuðu okkur mikið. Þeir búa yfir mikilli hlaupagetu og gæðum, og nutu sín í þessum leikjum," sagði Gústi í viðtali eftir tímabilið.

„Aron er kraftmikill miðjumaður sem mun klárlega styrkja okkur fyrir komandi átök í Lengjudeildinni.
Knattspyrnudeildin býður Aron hjartanlega velkominn til Njarðvíkur og hlakkar til að sjá hann í Njarðvíkurtreyjunni næstu árin!,"
segir í tilkynningu Njarðvíkur.

Athugasemdir
banner
banner