Aron Einarsson skrifaði undir tveggja ára samning við Njarðvík í kvöld en hann kemur til liðsins á frjálsri sölu eftir að samningur hans við Leikni var runninn út.
Fótbolti.net ræddi við hann við Aron eftir undirskriftina.
Fótbolti.net ræddi við hann við Aron eftir undirskriftina.
„Mjög góð tilfinning og er mjög spenntur fyrir þessu, Það þurfti eiginlega bara eitt símtal, hann var ekki lengi að selja mér þetta," sagði Aron.
Hann er þriðji leikmaðurinn sem Njarðvík fær í vetur en fyrr í þessum mánuði sömdu þeir Eiður Aron Sigurbjörnsson og Alex Freyr Elísson við Njarðvíkinga.
„Það eru allir að róa í sömu átt. Davíð er skýr með það að hann vilji fara langt með þetta lið. Ef við gerum þetta saman þá held ég að við erum ekki í neinum vandræðum með að fara upp," sagði Aron.
„Þetta er frábært skref. Davíð að koma inn í þetta, er spenntur fyrir honum og öllu sem hann stendur fyrir. Ég þekki nokkra stráka hérna, er mjög spenntur."
Það er klárt markmið hjá Njarðvík að vinna sér sæti í Bestu deildinni.
„Það er ekki endilega pressa. Erum búnir að fá mjög góða leikmenn og stóra prófíla en við erum ekkert að hugsa út í það. Við gerum okkar og gera allt það sem Davíð leggur undir. Finn ekki fyrir pressu."
Athugasemdir

























