Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
   fös 31. október 2025 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Hann tók eitthvað skref sem ég hef aldrei séð áður"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigfús Fannar Gunnarsson átti frábært tímabil í sumar þegar Þór stóð uppi sem sigurvegari í Lengju deildinni og tryggði sér þar með sæti í Bestu deildinni.

Sigfús er fæddur árið 2002 en hann skoraði fjögur mörk í 19 leikjum fyrir Þór í fyrra.

Hann bætti árangurinn umtalsvert síðasta sumar og skoraði 15 mörk í 21 leik og var markahæsti leikmaður deildarinnar ásamt Oumar Diouck leikmanni Njarðvíkur.

Fótbolti.net ræddi við Sigurð Heiðar Höskuldsson, þjálfara Þórs, fyrr í þessum mánuði og hann var spurður út í Sigfús.

„Hann var eiginlega alltaf bestur á æfingu. Hann tók eitthvað skref í vetur sem ég hef aldrei áður," sagði Siggi.

„Það var einhver orka sem hefur leyst úr læðingi. Þetta var alltaf þarna svo einhvern vegin springur út. Hann er frábær með boltann, óútreiknanlegur, örugglega mjög erfitt að spila við hann."
Siggi Höskulds - Besta deildin kallar
Athugasemdir
banner