Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
banner
   mán 01. desember 2025 20:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ungir tvíburar á leið til Arsenal
Mynd: EPA
Tvíburabræðurnir Edwin og Holger Quintero hafa samþykkt að ganga til liðs við Arsenal.

Þeir eru sextán ára gamlir og koma frá Ekvador. Þeir eru á mála hjá Independiente Del Valle þar í landi.

ESPN greinir fra´því aað þeir munu ganga formlega til liðs við Arsenal í ágúst 2027 þegar þeir hafa náð 18 ára aldri. Þeir fara til London í vikunni til að skrifa undir samning.

Edwin er hægri vængmaður en Holger er sóknarsinnaður miðjumaður. Arsenal hefur fylgst með þeim í rúmt ár og vann kapphlaupið við mörg stórlið í Evrópu.
Athugasemdir
banner