Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 02. febrúar 2023 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Afturelding fær Katrínu frá FH (Staðfest) - Elena tekur fram skóna
Elena er mætt aftur.
Elena er mætt aftur.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Afturelding er að þétta raðirnar fyrir komandi átök í Lengjudeildinni. Katrín Vilhjálmsdóttir er gengin í raðir félagsins og skrifar undir tveggja ára samning.

Katrín er 18 ára sóknarmaður og hefur skorað tíu mörk í tuttugu leikjum fyrir FH og ÍH.

Katrín kemur frá FH en hún er uppalin hjá Fjölni. „Katrín er ungur og spennandi leikmaður sem við hlökkum mikið til að þróa áfram í Mosfellsbænum. Katrín hefur komið vel inn í þetta hjá okkur og kemur með mikinn hraða inn í okkar lið," sagði Bjarki Már Sverrisson, einn af þjálfurum Aftureldingar.

Þá greindi félagið á dögunum frá því að Elena Brynjarsdóttir hefði tekið fram skóna á nýjan leik og væri búin að skrifa undir tveggja ára samning.

Elena sem er fædd árið 1998, gekk til liðs við Aftureldingu árið 2020 en hún hafði verið á láni hjà Aftureldingu eitt tímabil þar á undan eða tímabilið 2016.

Elena er fjölhæfur leikmaður sem getur leyst flest allar stöður á vellinum, útsjónarsamur leikmaður, með góða tækni og skot. Hún hefur leikið 117 leiki og skorað 21 mark í öllum keppnum.

Elena tók sér frí eftir magnað tímabil 2021 en hún einbeitti sér þá að tannlæknanámi. Sumarið 2022 hoppaði hún inn síðustu fjóra leikina í Bestu deildinni og er nú mætt aftur!

„Elena er í miklum metum hjá félaginu, hún er sterkur karakter í leikmannahópnum sem og hún er mikilvæg upp á sóknaruppbyggingu liðsins, það er fagnaðarefni að Elena sé mætt aftur og gert tveggja ára samning!” sagði Bjarki Már.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner