Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   mán 02. september 2019 21:20
Helga Katrín Jónsdóttir
Hallbera: Hefði viljað sjá fleiri á vellinum
Icelandair
Hallbera í leiknum í kvöld.
Hallbera í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Þetta var erfiður leikur, þær voru bara drulluþéttar og vörðust mjög vel" sagði Hallbera eftir þolinmæðissigur gegn Slóvakíu í undankeppni EM.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  0 Slóvakía

"Það var mikið hlaupið og tók smá tíma að opna þær en við náðum að koma inn einu marki og það dugði í dag þó það hefði verið skemmtilegra að vinna aðeins stærra. En ég held að við höfum bara verið sáttar við 1-0 sigur."

"Við vissum að þær væru mjög fastar fyrir og þéttar þannig að ég bjóst ekkert við að við myndum slátra þeim en ég var aldrei stressuð um að þær myndu skora, það var kannski einu sinni þarna í lokin sem við vorum aðeins kærulausar. Annars fannst mér þær aldrei líklegar í þessum leik. Ég hefði samt viljað sjá okkur ná markinu inn aðeins fyrr, hefðum þurft að setja eitt á þær í fyrri hálfleik, þá hefði þetta kannski orðið aðeins opnari leikur. En bara mjög sátt með leikinn."

"Við héldum boltanum mjög vel en þær voru bara með þéttan pakka. Þær voru ekkert að hápressa okkur og leyfðu okkur að vera með boltann og gerðu sitt mjög vel. Þær voru mjög þéttar fyrir og erfitt að opna þær en við hefðum klárlega átt að nýta svæðin aðeins betur. Það er kannski bara eitthvað sem við gerum í næsta leik."

Þá er fyrstu tveimur leikjunum lokið hjá stelpunum okkar í undankeppni EM og 6 stig í hús.

"Já frábært að byrja þessa keppni á 6 stigum og við vitum það alveg að ef við ætlum að vera í toppbaráttu í riðlinum þá þurfum við að sækja helst 3 stig í flestum af þessum leikjum og kannski búa til einhverja úrslitaleiki í lokin, svo þetta er bara allt samkvæmt plani."

Í dag voru um 2300 áhorfendur á vellinum. Var Hallbera sátt við stuðninginn?

"Ég er ógeðslega ánægð með fólkið sem mætti en hefði alveg viljað sjá fleiri á vellinum en það kemur vonandi bara. Keppnin var bara að byrja en við erum allavega búnar að gefa tóninn núna og fólkið kemur vonandi með."

Viðtalið við Hallberu má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner