Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   þri 03. maí 2022 22:26
Brynjar Ingi Erluson
Alexander Aron: Þú færð rothöggið en hversu lengi ertu vankaður?
Alexander Aron Davorsson
Alexander Aron Davorsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar, var afar óhress með fyrri hálfleiks liðsins í 4-2 tapinu gegn Þrótturum í Bestu deild kvenna í kvöld en sá jákvæða punkta í þeim síðari.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 4 -  2 Afturelding

Afturelding fékk fjögur mörk á sig á fyrsta hálftímanum þar sem vörn gestanna var algerlega sofandi í fyrstu tveimur mörkunum áður en Þróttur gerði þriðja markið úr aukaspyrnu. Fjórða markið bættist við stuttu síðar og það aftur eftir mistök í vörninni.

„Já, ég get sagt þér það að það er gaman að vera stuðningsmaður að mæta á Aftureldingarleiki, það er mikið fjör og mikið af mörkum og það er jákvætt fyrir fólkið sem mætir en ekki okkur endilega," sagði Alexander Aron við Fótbolta.net.

„Það sem gerist er að tvö einstaklingsmistök, þú ert kýldur, vankast í smástund, en svo kemur aukaspyrna rétt á eftir og 3-0 þarna. Fór ekki 4-0 í seinni? Við förum inn í hálfleik og þjöppum okkur einhvernvegin saman og við erum búnar að vera í þessu lengi. Þú færð rothöggið og hversu lengi ertu vankaður? Við vorum svolítið lengi."

Það var allt annað bragur á liðinu í þeim síðari og skoraði liðið tvö mörk á fyrstu fimm mínútunum en var það hálfsleiksræðan sem skipti máli?

„Ég held að ég sé bara svo skemmtilegur og hress. Leikmenn fóru inn í klefa í hálfleik. Þetta var ekki góð frammistaða og við erum í þeirri deild að við erum að læra að þroskast og þetta er þannig að við þurfum að læra hratt. Hvað ég sagði í hálfleik eða ekki leikmennirnir sjá það bara að þetta var ekki nógu gott og mæta í seinni hálfleik með kraft og bara allt annað lið."

Hann var ánægður með byrjunina á síðari hálfleiknum en missti svo markaskorarann af velli vegna meiðsla.

„Já, við náum í tvö mörk á fyrstu tíu mínútum í seinni og síðan fer hún af velli sem skoraði þessi tvö mörk út. Það er bara eins og þetta er," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner