Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 03. september 2019 15:00
Magnús Már Einarsson
Eyddu fimm milljörðum punda í sumar - England í efsta sæti
Joao Felix er dýrastur í sumar.
Joao Felix er dýrastur í sumar.
Mynd: Getty Images
Félög fimm í stærstu deildum Evrópu eyddu samtals fimm milljörðum punda í nýja leikmenn félagaskiptaglugganum í sumar. Glugginn í Englandi lokaði 8. ágúst á meðan glugginn í öðrum stærstu deildum lokaði í gær.

Félög úr ensku úrvalsdeildinni eyddu mest en spænska úrvalsdeildin kom þar á eftir.

Dýrasti leikmaðurinn var Joao Felix sem Atletico Madrid keypti frá Benfica á 113 milljónir punda.

Heildareyðsla félaga í sumar
Enska úrvalsdeildin 1,41 milljarður punda
Spænska úrvalsdeildin 1,24 milljarður punda
Ítalska úrvalsdeildin 1,06 milljarður punda
Þýsku úrvalsdeildin 670 milljón punda
Franska úrvalsdeildin 605 milljón punda

Dýrustu leikmenn í deildunum
England - Harry Maguire (Man Utd, 80 milljónir punda)
Spánn - Joao Felix (Atletico Madrid, 113 milljónir punda)
Ítalía - Romelu Lukaku (Inter Milan, 74 milljónir punda)
Þýskaland - Lucas Hernandez (Bayern M., 68 milljónir punda)
Frakkland - Wissam Ben Yedder (Monaco, 36 milljónir punda)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner