Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
banner
   þri 04. september 2018 19:01
Mist Rúnarsdóttir
Sif: Sjáum til hvort við gömlu fljótum með aðeins lengur
Icelandair
Sif var hundsvekkt eins og liðsfélagar hennar eftir leik en íslenska liðið náði sér ekki á strik og fer ekki á HM 2019.
Sif var hundsvekkt eins og liðsfélagar hennar eftir leik en íslenska liðið náði sér ekki á strik og fer ekki á HM 2019.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég á erfitt með að lýsa þessu. Ég veit ekki alveg hvernig mér á að líða,“ sagði varnarjaxlinn Sif Atladóttir eftir svekkjandi 1-1 jafntefli gegn Tékkum.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  1 Tékkland

„Við vorum ekki á tánnum og það var alveg sama hvað það var. Það var bara erfitt fyrir okkur. Þetta var ekki góður dagur fyrir okkur sem heild.“

„Við vissum nákvæmlega hvernig þær myndu spila og þetta var ekki góður dagur fyrir okkur. Það er ógeðslega dýrkeypt og erfitt að kyngja þessu.“

„Mér fannst góður andi í liðinu en ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Ég verð eiginlega að fá að hringja í þig eftir svona tvo daga þegar ég er búin að horfa á leikinn og greina þetta. Ég veit ekki hvað klikkaði. Þetta var allt út um allt,“
sagði Sif sem var ennþá að reyna að ná utan um leikinn.

Úrslitin eru svekkjandi og ljóst að Ísland er ekki á leiðinni á HM í Frakklandi. Sif er eðlilega hundsvekkt yfir því en telur framtíðina bjarta hjá Íslandi.

„Við eigum ótrúlega ungt og efnilegt lið. Ég vona að margar skrefi stígi skrefið og fari út. Ég held að það geti orðið mjög þroskandi fyrir þær margar. Þetta er spennandi. Við erum með góð yngri landslið sem eru að gera góða hluti. Framtíðin er klárlega björt. Svo sjáum við til hvort að við gömlu fáum að fljóta með aðeins lengur. Það kemur í ljós.“

Sif er aldursforseti íslenska liðsins, 33 ára gömul, en hefur verið okkar jafnbesti leikmaður í undankeppninni og virðist eiga nóg eftir á tanknum. Fréttaritari ýjaði að því við hana að hún fengi ekkert að hætta á næstunni en Sif segist ætla að skoða sín mál.

„Mér líður vel en ég þarf að setjast niður með fjölskyldunni og ræða þetta. Við sjáum til,“ sagði Sif að lokum en hægt er að horfa á allt viðtalið við hana í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner