Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 05. nóvember 2019 21:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: Liverpool marði sigur - Magnaðar endurkomur
Þvílíkt kvöld!
Mynd sem lýsir kvöldinu vel.
Mynd sem lýsir kvöldinu vel.
Mynd: Getty Images
Ajax missti tvo menn af velli á 10 sekúndum með rautt spjald.
Ajax missti tvo menn af velli á 10 sekúndum með rautt spjald.
Mynd: Getty Images
Reece James skoraði jöfnunarmark Chelsea, 4-4.
Reece James skoraði jöfnunarmark Chelsea, 4-4.
Mynd: Getty Images
Hakimi skoraði tvö af mörkum Dortmund.
Hakimi skoraði tvö af mörkum Dortmund.
Mynd: Getty Images
Liverpool náði að merja sigur á Genk á heldur skemmtilegu Meistaradeildarkvöldi.

Georginio Wijnaldum kom Liverpool gegn Genk á Anfield eftir aðeins 14 mínútur. Liverpool var sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum, en gestunum tókst að jafna þegar innan við fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Mbwana Samatta skoraði þá eftir hornspyrnu.

Staðan var 1-1 í hálfleik á Anfield. Snemma í seinni hálfleiknum komst Liverpool aftur yfir þegar Alex Oxlade-Chamberlain skoraði. Hann sneri í teignum eftir sendingu Mohamed Salah og skoraði með góðu skoti.

Það reyndist sigurmark Liverpool í leiknum, lokatölur 2-1. Ekki besta frammistaða Liverpool, en sigur er sigur.

Liverpool er núna á toppi riðilsins með níu stig og er Genk á botninum með eitt stig.

Í hinum leik riðilsins gerðu Napoli og Genk 1-1 jafntefli. Hirving Lozano jafnaði fyrir Napoli eftir að Erling Braut Haaland hafði komið Salzburg yfir.

Napoli er í öðru sæti með átta stig og Salzburg er í þriðja sæti E-riðils með fjögur stig.

Magnaðar endurkomur
Chelsea fékk Ajax í heimsókn og úr varð gríðarlega eftirminnilegur leikur.

Hakim Ziyech sýndi mikil gæði í fyrri hálfleiknum, en að honum loknum var staðan 3-1 fyrir Ajax. Hann lagði upp annað markið fyrir Quincy Promes og átti svo aukaspyrnuna í þriðja markinu sem fór í stöngina, í Kepa, markvörð Chelsea, og inn.

Donny van de Beek kom Ajax í 4-1 eftir 55 mínútur, en á 63. mínútu minnkaði Cesar Azpilicueta muninn fyrir Chelsea.

Þegar um 20 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma dró heldur betur til tíðinda þegar Chelsea fékk vítaspyrnu og tveimur leikmönnum Ajax, Daley Blind og Joel Veltman var vikið af velli með rautt spjald á 10 sekúndna kafla.

Blind fékk sitt annað gula spjald fyrir tæklingu á Tammy Abraham og Veltman fékk sitt annað gula fyrir hendi. Jorginho steig á vítapunktinn og skoraði.

Reece James jafnaði svo fyrir Chelsea á 74. mínútu. Chelsea þá búið að koma til baka úr 4-1 í 4-4, og tveimur mönnum fleiri.

Azpilicueta skoraði það sem virtist vera sigurmark Chelsea, en það var dæmt af eftir að hafa verið skoðað með VAR. Það var dæmd hendi í aðdragandanum.

Chelsea náði ekki að koma inn sigurmarki og lokatölur 4-4 í ótrúlegum leik.

Í H-riðlinum er mikil spenna. Chelsea, Ajax og Valencia eru öll með sjö stig. Valencia hafði betur gegn Lille í kvöld. Lille er á botni riðilsins með eitt stig.

Endurkoman á Stamford Bridge var ekki eina endurkoma kvöldsins því í F-riðlinum kom Borussia Dortmund til baka gegn Inter og vann þar 3-2 sigur.

Inter komst í 2-0 með mörkum frá Lautaro Martinez og Matias Vecino. Staðan var 2-0 í hálfleik.

En endurkoman byrjaði snemma í seinni hálfleiknum. Achraf Hakimi skoraði á 51. mínútu og jafnaði Julian Brandt á 64. mínútu. Hakimi skoraði svo aftur á 77. mínútu og tryggði Dortmund sigurinn.

Barcelona er á toppnum í F-riðli með átta stig, Dortmund er með sjö og Inter með fjögur. Slavia Prag er á botni riðilsins með tvö stig.

Lyon vann þá 3-1 sigur gegn Benfica, en öll úrslit kvöldsins má sjá hér að neðan.

E-riðill:
Liverpool 2 - 1 Genk
1-0 Georginio Wijnaldum ('14 )
1-1 Mbwana Samatta ('41 )
2-1 Alex Oxlade-Chamberlain ('53 )

Napoli 1 - 1 Salzburg
0-1 Erling Haland ('11 , víti)
1-1 Hirving Lozano ('44 )

F-riðill:
Borussia D. 3 - 2 Inter
0-1 Lautaro Martinez ('5 )
0-2 Matias Vecino ('40 )
1-2 Achraf Hakimi ('51 )
2-2 Julian Brandt ('64 )
3-2 Achraf Hakimi ('77 )

G-riðill:
Lyon 3 - 1 Benfica
1-0 Joachim Andersen ('4 )
2-0 Memphis Depay ('33 )
2-1 Haris Seferovic ('77 )
3-1 Bertrand Traore ('89 )

H-riðill:
Chelsea 4 - 4 Ajax
0-1 Tammy Abraham ('2 , sjálfsmark)
1-1 Jorginho ('4 , víti)
1-2 Quincy Promes ('20 )
1-3 Kepa Arrizabalaga ('35 , sjálfsmark)
1-4 Donny van de Beek ('55 )
2-4 Cesar Azpilicueta ('63 )
3-3 Jorginho ('71 , víti)
4-4 Reece James ('74 )
Rautt spjald: Daley Blind, Ajax ('68), Joel Veltman, Ajax ('69)

Valencia 4 - 1 Lille
0-1 Victor Osimhen ('25 )
1-1 Daniel Parejo ('66 , víti)
2-1 Boubakary Soumare ('82 , sjálfsmark)
3-1 Geoffrey Kondogbia ('84 )
4-1 Ferran Torres ('90 )

Sjá einnig:
Meistaradeildin: Pressan eykst á Valverde


Athugasemdir
banner
banner