Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 07. ágúst 2019 19:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tottenham að landa Lo Celso og Sessegnon
Giovani Lo Celso.
Giovani Lo Celso.
Mynd: Getty Images
Tottenham mun væntanlega ganga frá einum, tveimur og jafnvel þremur félagaskiptum áður en félagaskiptaglugginn á Englandi lokar á morgun.

Argentíski miðjumaðurinn Giovani Lo Celso er á leiðinni frá spænska úrvalsdeildarfélaginu Betis. David Ornstein, sem starfar fyrir BBC, segir að Spurs hafi náð samkomulagi við Betis. Talið er að kaupverðið sé í 55-60 milljónir punda.

Tottenham er einnig í viðræðum vegna kaupa á Ryan Sessegnon, 19 ára gömlu leikmanni Fulham. Hann getur spilað á vinstri vængnum, sem kantmaður eða bakvörður.

Sessegnon lék með Fulham í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Það er búist við því að hann verði leikmaður Tottenham á morgun.

Þá hafa Paulo Dybala og Bruno Fernandes einnig verið orðaðir við Tottenham. Philippe Coutinho hafnaði því að koma til Spurs á láni frá Barcelona.

Sjá einnig:
Enska upphitunin - Gluggafjör og uppeldi hjá Tottenham



Athugasemdir
banner