Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 08. júlí 2018 10:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ógeðsleg gagnrýni á Sterling"
Raheem Sterling.
Raheem Sterling.
Mynd: Getty Images
Raheem Sterling er stundum gagnrýndur fyrir það að klára færi sín ekki nægilega vel.

Það gerðist einmitt í gær þegar England spilaði við Svíþjóð á HM í Rússlandi. Sterling fékk færi til að skora en tókst ekki að koma boltanum í netið. Í kjölfarið var hann gagnrýndur harðlega.

Gary Neville, fyrrum leikmaður enska landsliðsins, kom Sterling til varnar þegar hann sá hvað fólk var að segja um hann.

„Meðferðin sem Sterling fékk á samfélagsmiðlum í hálfleik er algjörlega ógeðsleg, og er ekki til marks um frammistöðuna sem hann skilaði," sagði Neville á ITV.

„Hann var alltaf að hlaupa á bak við Granqvist, hann var alltaf að valda usla. Hann náði ekki að skora, en þetta var mögnuð frammistða hjá honum."

Þrátt fyrir að Sterling nýtti ekki færin sín þá vann England 2-0 og er komið í undanúrslitin á HM í fyrsta sinn frá 1990.
Athugasemdir
banner
banner
banner