Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   þri 10. júlí 2018 20:45
Rögnvaldur Már Helgason
Donni: Fáum annan markmann í glugganum
Svartur blettur á leiknum að fá mark á sig
Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA.
Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Já, mjög góður sigur í dag, frábær sigur. Hundfúll með að fá mark á okkur, mér fannst það setja svartan blett á leikinn en heilt yfir var þetta vel spilaður leikur. Við duttum aðeins í værukærð í seinni hálfleik, svona þegar þetta var komið og ég var ekki nógu ánægður með það. Ég hefði viljað halda áfram og bæta við, þetta gæti orðið keppni um markatölu," sagði Halldór Jón Sigurðsson, Donni, þjálfari Þórs/KA eftir sigur á Stjörnunni í kvöld. Leikurinn var mikill toppslagur en Akureyringar reyndust mun sterkari.

Lestu um leikinn: Þór/KA 3 -  1 Stjarnan

„Við hefðum getað bætt við en það hafðist ekki í dag. Ég er ekkert ósáttur með þrjú mörk, alls ekki, það hefði verið skemmtilegra að bæta við mörkum en ég er hundfúll að við skyldum fá þetta mark á okkur," sagði Donni.

Mark Stjörnunnar kom eftir spyrnu frá vítateigsboganum og boltinn fór yfir Johönnu Henriksson í marki Þórs/KA, sem er ekki mjög hávaxin og augljóst að Stjörnukonur ætluðu að láta á hana reyna.

„Já, bara lélega gert hjá markmanninum, hún veit það alveg sjálf. Það þarf ekkert að fara í kringum það neitt, þetta eru hennar mistök og hún bætir fyrir það. Hún var stórkostlega í síðasta leik þannig að hún átti þetta inni og eigum við ekki að segja það, hún gerir ein mistök núna og við vinnum leikinn samt sem áður sannfærandi."

Það má samt sem áður búast við því að nýr markmaður komi í Þorpið þegar félagaskiptaglugginn opnar að nýju.

„Já, það má eiga von á því að við fáum annan markmann til liðs við okkur og verðum með góða samkeppni um þá stöðu. Johanna er mjög flottur markmaður en það er hollt að hafa heilbrigða samkeppni um hverja stöðu fyrir sig og við erum með það þá þegar hún kemur. Við erum að missa Söru Mjöll í skóla erlendis, þannig að við bætum við henni já."

Sjáðu allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner