Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 10. ágúst 2019 15:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi er einn af fyrirliðum Everton
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hans í Everton eru þessa stundina að spila gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni.

Gylfi fékk gott færi til að koma Everton yfir snemma leik, en skot hans fór fram hjá. Staðan er enn markalaus.

Þetta er þriðja tímabil Gylfa hjá Everton, en hann var keyptur fyrir metfé til félagsins sumarið 2017. Hann kostaði Everton um 45 milljónir punda.

Marco Silva, stjóri Everton, og Gylfi ná vel saman. Silva virðist hafa miklar mætur á Íslendingnum, en Gylfi verður einn af fyrirliðum Everton á þessu tímabili.

Seamus Coleman er fyrirliði og verður Silva með hóp leikmanna sem mun gegna hlutverki fyrirliða þegar Coleman er ekki með. Leighton Baines, Gylfi og Lucas Digne eru í þessum hópi.

Gylfi var nokkrum sinnum með fyrirliðabandið á síðustu leiktíð. Mikill heiður fyrir hann.
Athugasemdir
banner
banner
banner