Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
banner
   fim 11. október 2018 22:13
Elvar Geir Magnússon
Alfreð: Svekkjandi að hafa ekki farið með sigur af hólmi
Icelandair
Íslendingar fagna í kvöld.
Íslendingar fagna í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Alfreð Finnbogason missti af nokkrum leikjum með íslenska landsliðinu vegna meiðsla en var kominn aftur í landsliðstreyjuna í vináttulandsleik gegn Frakklandi fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Frakkland 2 -  2 Ísland

Alfreð var yfir sig ánægður með frammistöðu Íslands og svekktur að hafa ekki farið heim með sigur í farteskinu gegn heimsmeisturunum.

„Í fyrri hálfleik vorum við klárlega betra liðið og áttum fullt af færum til að skora fleiri mörk. Það er rosalega skrítið að segja en það er svekkjandi að hafa ekki farið með sigur af hólmi," sagði Alfreð í viðtali við Fótbolta.net að leikslokum.

„Mér fannst þetta vera svolítið 'statement' í kvöld þó að við höfum ekki sigrað leikinn."

Alfreð lagði upp fyrra mark Íslands í leiknum. Hann vann knöttinn ofarlega á vellinum eftir baráttu við Presnel Kimpembe sem lá eftir í jörðinni. Dómarinn flautaði ekki og lagði Alfreð knöttinn laglega á Birki Bjarnason sem skoraði.

„Mér fannst hann bara vera að bíða eftir aukaspyrnu, ég snerti boltann og fór aðeins í hann. Þetta var ekki brot samkvæmt mínum bókum þó það sé vitað mál að varnarmenn í þessari stöðu fá í 90% tilvika flautað brot."

Alfreð var að lokum spurður út í neikvæða umfjöllun um íslenska landsliðið í kjölfar tapleikja gegn Sviss og Belgíu í Þjóðadeildinni.

„Það eiga allir rétt á sinni skoðun og það er alveg eðlilegt að ekki sé talað vel um liðið þegar gengur illa. Ég held að við ættum að gefa þjálfurunum og nýja 'systeminu' smá tíma."
Athugasemdir
banner