Brasilíski landsliðsmaðurinn Wesley Franca er staðráðinn í því að fara til AS Roma og hefur hafnað samningstilboði frá Zenit í Rússlandi.
Flamengo hafnaði 20 milljón evra tilboði frá Roma á dögunum eftir að hafa samþykkt hærra tilboð frá Zenit.
Wesley er ekki spenntur fyrir því að flytja til Rússlands og hefur gríðarlega mikinn áhuga á að ganga í raðir Roma.
Wesley er sókndjarfur hægri bakvörður með tvo A-landsleiki að baki fyrir Brasilíu, en hann hefur verið mikilvægur hlekkur í liði Flamengo síðustu ár. Hann er 21 árs gamall og spilaði báða landsleikina á þessu ári.
Wesley er með þrjú og hálft ár eftir af samningi sínum við Flamengo og því verður ekki veittur neinn afsláttur af kaupverðinu. Það nemur 25 milljónum evra.
Þetta eru ekki einu jákvæðu fregnirnar sem bárust frá Róm í gær því markvörðurinn MIle Svilar er búinn að framlengja samning sinn við félagið.
Svilar var besti markvörður Serie A deildarinnar í fyrra og vakti áhuga frá fjölmörgum félagsliðum. FC Bayern og Fenerbahce sýndu mestan áhuga en úrvalsdeildarfélög á borð við Chelsea, Newcastle og bæði Manchester-liðin hafa einnig verið að fylgjast grannt með honum.
Svilar er 25 ára gamall Serbi og gildir nýr samningur hans við Roma næstu fimm árin.
Að lokum er Roma orðað við marokkóska miðjumanninn Neil El Aynaoui sem er samningsbundinn RC Lens í Frakklandi.
? SVILAR 2??0??3??0?? ????
— AS Roma English (@ASRomaEN) July 11, 2025
Our ???????????????????????????????????? will keep flying through the city ???????#ASRoma pic.twitter.com/QlA33RMRb1
Athugasemdir