Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   lau 12. júlí 2025 13:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið Vestra og Fram: Daði Berg byrjar - Rúnar leitar í reynsluna
Kyle kemur inn í liðið.
Kyle kemur inn í liðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daði Berg er mættur aftur!
Daði Berg er mættur aftur!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guy Smit stendur vaktina í marki Vestra.
Guy Smit stendur vaktina í marki Vestra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er komið að því, undanúrslitaleikur Vestra og Fram hefst eftir tæpan klukkutíma, klukkan 14:00, á Kerecis vellinum. Hvort liðið fer á Laugardalsvöll og mætir þar Val í úrslitum?

Fram er í 4. sæti deildarinnar, með þremur stigum meira en Vestri sem er í 6. sæti eftir 14 umferðir.

Lestu um leikinn: Vestri 0 -  0 Fram

Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, gerir tvær breytingar á sínu liði frá tapinu gegn Val um síðustu helgi. Guðmundur Arnar Svavarsson kemur inn fyrir Anton Kralj og Daði Berg Jónsson kemur inn fyrir Vladimir Tufegdzic. Túfa og Kralj eru ekki í hóp og ekki heldur Arnór Borg Guðjohnsen sem Vestramenn gerðu sér vonir um að myndi geta tekið þátt. Guy Smit stendur vaktina í markinu, en Benjamin Schubert hafði varið mark liðsins í bikarleikjunum til þessa. Markmannsþjálfarinn Vladan Djogatovic er varamarkmaður í dag og Schubert er í liðsstjórn.

Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, gerir tvær breytingar á sínu liði frá sigrinum gegn ÍA um síðustu helgi. Már Ægisson og Þorri Stefán Þorbjörnsson taka sér sæti á bekknum og inn koma þeir Kyle McLagan og Israel Garcia. Það má segja að Rúnar leiti í reynsluna, Kyle ert talsvert reyndari en Þorri og Isra er eldri en Már. Fyrirliðinn Guðmundur Magnússon kemur inn í hópinn.

Byrjunarlið Vestri:
12. Guy Smit (m)
2. Morten Ohlsen Hansen (f)
4. Fatai Gbadamosi
5. Thibang Phete
6. Gunnar Jónas Hauksson
8. Daði Berg Jónsson
10. Diego Montiel
15. Guðmundur Arnar Svavarsson
28. Jeppe Pedersen
32. Eiður Aron Sigurbjörnsson
40. Gustav Kjeldsen

Byrjunarlið Fram:
22. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
5. Kyle McLagan
8. Haraldur Einar Ásgrímsson
9. Róbert Hauksson
10. Fred Saraiva
12. Simon Tibbling
16. Israel Garcia
19. Kennie Chopart (f)
25. Freyr Sigurðsson
26. Sigurjón Rúnarsson
29. Vuk Oskar Dimitrijevic
Athugasemdir
banner
banner