Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   lau 12. júlí 2025 13:00
Brynjar Ingi Erluson
„Mesta óréttlæti í sögu fótboltans“
Mynd: EPA
Steve Parish, stjórnarformaður Crystal Palace á Englandi, segir félagið í rusli yfir ákvörðun UEFA, fótboltasambands Evrópu, sem ákvað að meina liðinu þátttöku í Evrópudeildinni fyrir komandi leiktíð.

Palace vann enska bikarinn í fyrsta sinn í sögu félagsins í maí og tryggði sér um leið sæti í Evrópudeildina.

UEFA hefur hins vegar fellt liðið niður í Sambandsdeildina fyrir tímabilið.

Eagle Football Holdings, sem er í eigu bandaríska kaupsýslumannsins John Textor, á hlut í Palace og franska liðinu Lyon. Reglur UEFA kveða á um að félög með sama eignarhald að ákveðnu marki geti ekki keppt í sömu Evrópukeppninni.

Allt er útlit fyrir að Nottingham Forest, sem hafnaði í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, muni taka sæti Palace í Evrópudeildinni.

„Við erum í rusli. Þetta er slæmur dagur fyrir fótboltann og skelfileg óréttlæti. Ég er nokkuð viss um að enginn, UEFA þar með talið, vilji ekki sjá svona. Það er búið að bola okkur út úr Evrópukeppni á fáránlegasta tækniatriði. Stuðningsmenn allra félaga ættu að vera í rusli fyrir okkar hönd,“ sagði Parish við Sky Sports:

UEFA sagði í tilkynningu sinni að Palace eigi möguleika á því að áfrýja niðurstöðunni til íþróttadómstóla og það er nákvæmlega það sem enska félagið mun gera.

„Allir vita að við erum ekki hluti af sama eignarhaldi. Við deilum ekki starfsfólki og flæktumst í regluverki sem var ekki ætlað okkur. Ég skil ekki hvernig nefndin komst að þessari niðurstöðu, en mér finnst við hafa sýnt fram á að John (Textor) hafi engin völd innan félagsins.“

„Þetta er fáránleg ákvörðun og munum við biðja íþróttadómstólinn um að hlusta á okkar rök,“
sagði Parish.
Athugasemdir
banner