Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Hugarburðarbolti þáttur 13
Enski boltinn - Heimskur og heimskari
Innkastið - Flugbraut fyrir meistarana og norðlensk neikvæðni
Niðurtalningin - Endar titillinn enn eitt árið á Hlíðarenda?
Niðurtalningin - Silfur er alls ekki nóg í Kópavoginum
Niðurtalningin - Dreymir um að endurtaka leikinn frá 2012
Útvarpsþátturinn - Brottvísun sem eyðilagði leikinn
Niðurtalningin - Skemmtikraftarnir úr Kaplakrika
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
   lau 16. júní 2018 17:27
Elvar Geir Magnússon
Emil: Eru ekki öll lið smá að vanmeta okkur ennþá?
Icelandair
Emil í leiknum í dag.
Emil í leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var ótrúlega gaman og mikil upplifun," sagði Emil Hallfreðsson ánægður eftir 1-1 jafntefli Íslands og Argentínu í dag.

„Maður er í þessu fyrir þessi augnablik. Tilfinningin eftir leik þar sem maður nær góðum úrslitum gegn góðum liðum og liðið spilar vel. Þetta er ótrúlega skemmtilegt."

Aðspurður hvort argentínska liðið hafi vanmetið það íslenska sagði Emil: „Eru ekki öll lið smá að vanmeta okkur ennþá? Mér finnst magnað að það sé ennþá í gangi en við erum bara 330 þúsund og það er alltaf pínku vanmat. Við pælum ekki í því. Við spilum á móti þessum liðum og ef það er vanmat þá er það gott fyrir okkur."

Argentína er í 5. sæti á heimslistanum og stjörnur liðsins voru pirraðar í leiknum í dag.

„Þetta gekk bara ágætlega. Ég bjóst við aðeins meiri pirring en þeir voru alveg pirraðir. Við spiluðum okkar leik og tókum tíma í allt. Þeir voru að kvarta yfir því að við vorum að eyða of löngum tíma."

Næsti leikur Íslands er á föstudag gegn Nígeríu í Volgograd. „Við gerum ekki neitt í þessari keppni með eitt stig. Við þurfum að ná góðri endurheimt og ná öðrum góðum leik," sagði Emil að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner