Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 18. febrúar 2019 08:52
Magnús Már Einarsson
Krónprinsinn í Sádi-Arabíu ekki að kaupa Manchester United
Mynd: Getty Images
Í slúðurpakka dagsins kom fram að Mohammed Bin Salman, Krónprins í Sádi-Arabíu, hafi áhuga á að kaupa Manchester United á 3,8 milljarða punda fyrir næsta tímabil.

Fjölmiðlafulltrúi Bin Salman hefur nú stigið fram og blásið á þessar sögusagnir.

„Fréttir um að Krónprinsinn Mohammed Bin Salman stefni á að kaupa Manchester United eru algjörlega falskar," sagði fjölmiðlafulltrúinn á Twitter.

„Manchester United átti hins vegar fund með fjárfestingasjóð Sádi-Arabíu til að ræða möguleika á styrktarsamningi. Enginn samningur er í höfn þar."

Manchester United hefur verið í eigu Glazer fjöskyldunnar í Bandaríkjunum síðan árið 2005.
Athugasemdir
banner
banner
banner