Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 18. mars 2020 16:30
Magnús Már Einarsson
Redknapp kallar eftir hjálp fyrir félög í neðri deildum
Mynd: Getty Images
Jamie Redknapp, sérfræðingur Sky, vill að félög í ensku úrvalsdeildinni veiti félögum í neðri deildunum fjárhagslegan stuðning vegna áhrifa sem kórónuveiran mun hafa á fjárhag félaga.

Ljóst er að mörg félög eiga eftir að lenda í fjárhagslegum vandræðum vegna veirunnar.

Breska ríkisstjórnin ætlar að eyða 330 milljörðum punda í að hjálpa minni fyrirtækjum á Bretlandi og einhver félög gætu leitað í þann sjóð. Redknapp vill líka sjá félög í úrvalsdeildinni hjálpa.

„Þegar heimurinn verður betri og við getum byrjað aftur þá er mikilvægt að enska úrvalsdeildin og önnur félög hjálpi og geri það sem þau geta til að halda félögum á lífi," sagði Redknapp.

„Það eru svo mörg félög sem gætu orðið gjaldþrota út af þessu og þau þurfa hjálp. Það myndi ekki skaða félög í ensku úrvalsdeildinni, miðað við allan peninginn sem deildin skapar, að samþykkja að gera eitthvað."
Athugasemdir
banner
banner
banner