Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 18. júní 2020 21:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjudeild kvenna: Tindastóll vann opnunarleikinn
Murielle var á skotskónum. Ekkert óvænt þar.
Murielle var á skotskónum. Ekkert óvænt þar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding 0 - 2 Tindastóll
0-1 Aldís María Jóhannsdóttir ('18)
0-2 Murielle Tiernan ('43)

Opnunarleikur Lengjudeildar kvenna fór fram í kvöld þegar Afturelding tók á móti Tindastól á Fagverksvellinum að Varmá í Mosfellsbæ.

Gestirnir frá Sauðárkróki náðu forystunni eftir 18 mínútur þegar Aldís María Jóhannsdóttir skoraði. Forystan var tvöfölduð á markamínútunni, 43. mínútu, þegar markamaskínan Murielle Tiernan skoraði.

Ekkert var skorað í seinni hálfleiknum og lokatölur því 2-0 fyrir Tindastól.

Flott ferð í Mosfellsbæ fyrir Stólana og þær byrja á því að setja þrjú stig á töfluna. Þess má geta að Tindastóli er spáð þriðja sæti deildarinnar og Aftureldingu sjötta sæti í spá þjálfara og fyrirliða.

Keppni í Lengjudeild kvenna heldur áfram á morgun með þremur leikjum og klárast fyrsta umferðin á sunnudaginn.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner