Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 19. febrúar 2021 21:33
Victor Pálsson
Telur að Messi sé á förum - Síðasti leikurinn á Nou Camp?
Mynd: Getty Images
Brasilíska goðsögnin Rivaldo telur að Lionel Messi sé að spila sitt síðasta tímabil með Barcelona og fari í sumarglugganum.

Messi lék með Barceona í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í vikunni og sá liðið sitt tapa 4-1 gegn Paris Saint-Germain á heimavelli.

Messi reyndi að komast burt frá Börsungum fyrir þessa leiktíð en fékk þá ekki leyfi frá þáverandi forseta félagsins.

„Þetta gæti hafa verið síðasti leikur Messi fyrir Barcelona á Nou Camp í Meistaradeildinni. Miðað við gæðin sem PSG sýndi þá er ég viss um að hann sé að hugsa um að semja við þá," sagði Rivaldo.

„Ég vil sjá Messi spila áfram með Barcelona en ég get skilið af hverju hann gæti viljað fara þegar félagið getur ekki lofað því að berjast um titla reglulega."

„Hann getur ekki tekið alla ábyrgðina sjálfur. Við sáum ótrúleg skipti Luis Suarez til Atletico Madrid í fyrra sem hefur styrkt liðið. Ég trúi því að Messi fari eftir tímabilið."
Athugasemdir
banner
banner