Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 19. maí 2020 15:05
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Draumaliðið 
Kári talar um að Heimir hafi gert mistök á HM
Kári svekktur eftir leikinn gegn Nígeríu.
Kári svekktur eftir leikinn gegn Nígeríu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarjaxlinn Kári Árnason telur að Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, hafi gert mistök á HM í Rússlandi 2018.

Í hlaðvarpsþættinum Draumaliðið segir Kári að Heimir hefði átt að taka Kolbein Sigþórsson með á mótið og telur að liðsvalið fyrir leikinn gegn Nígeríu hafi verið rangt.

Eftir 1-1 jafntefli gegn Argentínu ákvað Heimir að fækka á miðjunni fyrir leik gegn Nígeríu og Emil Hallfreðsson datt út úr liðinu.

„Ég veit ekki hvort það var vanmat en eigum við bara að keyra yfir Nígeríu? Það gekk vel með fimm manna miðju gegn Argentínu og vitandi að við vorum að fara spila á móti svona líkamlega öflugu liði voru mistök að þétta ekki miðjuna." sagði Kári en Nígería vann Ísland 2-0.

„Það tekur rosalega mikið á að spila svona, á móti þremur miðjumönnum. Þetta opnaðist allt."

Heimir var spurður að því eftir umræddan leik hvort taktíkin hefði verið röng en hann neitaði því.

„Hefði átt að velja Kolbein frekar en Albert"
Þá telur Kári að Heimir hefði frekar átt að velja Kolbein Sigþórsson frekar en Albert Guðmundsson í lokahópinn, þrátt fyrir að Kolbeinn hefði verið á meiðslalistanum lengi.

„Við vorum með Albert Guðmunds þarna sem var bara kjúklingur. Hann var búinn að vera spila með varaliði PSV á þessum tíma og var bara engan veginn klár í þetta," segir Kári við Draumaliðið.

„Sama hversu góður hann á eftir að verða er Kolli alltaf maðurinn í það verkefni að berjast við tveggja metra háa miðverði. Sama þótt hann hefði bara spilað fimm mínútur á mótinu hefði ég alltaf tekið Kolla með."
Athugasemdir
banner
banner
banner