Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   mið 20. febrúar 2019 12:05
Elvar Geir Magnússon
Þórhallur: Byrjaði að þjálfa tólf ára
Nýr þjálfari Þróttar í viðtali
Þórhallur er tekinn við þjálfun Þróttar
Þórhallur er tekinn við þjálfun Þróttar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórhallur og aðstoðarmaður hans, Halldór Geir Heiðarsson.
Þórhallur og aðstoðarmaður hans, Halldór Geir Heiðarsson.
Mynd: Þróttur
„Þetta er krefjandi, ég er stoltur af því að fá þetta spennandi tækifæri," segir Þórhallur Siggeirsson. Þessi ungi þjálfari var í gær kynntur sem nýr þjálfari Þróttar í Inkasso-deildinni.

Gunnlaugur Jónsson hætti sem þjálfari Þróttar á dögunum en Þórhallur, sem er fæddur 1987, var aðstoðarmaður hans.

„Ég var tilbúinn. Þegar ég fór inn í Þrótt var stefnan að verða aðalþjálfari meistaraflokks í framtíðinni. Það kemur óvænt upp á þessum tímapunkti en ég er klár í áskorunina."

„Ég hef reynt að stýra mínum uppgangi í þjálfuninni og hef hægt og rólega verið að vinna mig upp yngri flokkana. Ég hef verið yfirþjálfari undanfarin ár og nú er komið að næsta skrefi."

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Þórhallur verið lengi í þjálfun.

„Líf mitt hefur alltaf snúist um þetta. Fyrst byrjaði maður að spila fótbolta og ég var 12 ára þegar ég byrjaði að þjálfa. Svo fór maður að mennta sig í kringum það."

„Mér líður vel hjá Þrótti. Ég kom inn í júní í klúbbinn en það er nóg af verkefnum framundanum og þetta er spennandi."

Margt sem þarf að bæta
Hvernig er staðan á leikmannahópi Þróttar núna?

„Ég held að Gulli hafi farið ágætlega yfir það síðustu daga. Staðan gæti verið betri. Hópurinn er þunnur og margt sem þarf að bæta til að við verðum klárir í sumarið. Það er mikilvægt fyrir okkur að nýta dagana fram að sumri," segir Þórhallur.

Má ekki búast við jafnri Inkasso-deild?

„Jú ég gæti trúað því að það myndi þróast þangað. Maður veit ekki hvernig liðin styrkja sig fram að móti en það er ekkert lið sem öskrar á mann að muni stinga af."

Hvað vill Þórhallur gera með Þrótt?

„Ég er að skrifa undir samning til þriggja ára og vonandi munum við hægt og rólega ná að byggja upp lið sem er samkeppnishæft í að berjast um að komast upp. Veturinn hefur verið þungur en maður finnur fyrir samstöðu innan leikmannahópsins."

Það var markaflóð í leikjum Þróttar í fyrra og talað um rokk og ról fótbolta.

„Fyrsta skref er að ná smá skipulagi og aga í það. Við vorum að fá of mörg mörk á okkur síðasta sumar. Við höfum misst gríðarlegt magn af leikmönnum og við þurfum að finna leiðir. Það þarf að smíða stakk eftir vexti," segir Þórhallur en allt viðtalið er í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner