Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 20. mars 2019 13:36
Ívan Guðjón Baldursson
Mourinho ætlar að snúa aftur í sumar - Búinn að hafna tilboðum
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho er ekki búinn að stýra knattspyrnufélagi síðan hann var rekinn frá Manchester United í desember. Síðan þá hefur hann sinnt starfi sem knattspyrnusérfræðingur í Meistaradeildarþætti í rússnesku sjónvarpi.

Mourinho var orðaður við endurkomu til Real Madrid vegna þjálfaravandamála þar en leikmenn voru ekki sérlega spenntir fyrir þeirri tillögu. Zinedine Zidane fékk starfið á endanum.

Mourinho hefur einnig verið orðaður við endurkomu til Inter þar sem Luciano Spalletti er í mikilli hættu vegna slæms gengis á tímabilinu.

„Ég vil taka við félagi í sumar. Ég veit nákvæmlega hvað það er sem ég vil ekki og þess vegna er ég búinn að hafna þremur eða fjórum starfsboðum. Ég veit hvað ég vill," sagði Mourinho við beIN Sports France.

„Í þessu starfi þá hefur maður svo lítinn tíma fyrir sjálfan sig. Þess vegna er ég búinn að nota síðustu mánuði til að slaka á og endurræsa sjálfan mig."
Athugasemdir
banner
banner