Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   fim 21. mars 2024 23:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gulli Victor: Bara ógeðslega mikil heppni fyrir okkur
Icelandair
Guðlaugur Victor Pálsson.
Guðlaugur Victor Pálsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta var mjög sætt í leikslok. Þetta var ekki auðvelt, þetta var erfitt," sagði Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður Íslands, eftir 4-1 sigur gegn Ísrael í kvöld.

Strákarnir okkar munu á þriðjudaginn spila úrslitaleik við Úkraínu um sæti á Evrópumótinu eftir þennan frábæra sigur.

Lestu um leikinn: Ísrael 1 -  4 Ísland

„Við vorum ekki nægilega góðir. Eina almennilega 'momentum-ið' sem við áttum í leiknum voru kannski síðustu 15 mínúturnar í fyrri hálfleik. Þá skoruðum við tvö mörk en þar vorum við að halda í boltann og gera þeim erfitt fyrir. Á undan því vorum við ekki búnir að vera góðir."

„Þegar við komum aftur út vorum við heldur ekki nægilega góðir. Þeir fá þetta víti og klúðra því, en það er bara ógeðslega mikil heppni fyrir okkur. Þetta var góður karakter samt sem áður og flott liðsheild. Ég get ekki sett fingur á að einhver hafi ekki gefið 100 prósent. Þegar þú gerir það þá vinnur maður inn heppnina," sagði Gulli Victor.

,;Við þurfum að horfa á þetta aftur og læra af þessu. Þeir eru með flinka leikmenn. Það sem þú sérð síðustu 15 mínúturnar í fyrri hálfleik, við þurfum meira þannig. Við erum með ógeðslega góða tekníska leikmenn og við þurfum að finna meira svæðin, þurfum að vera þægilegri í því. Við vorum ekki að vinna seinni boltana og of langt á milli lína. Það lögðu sig samt allir 100 prósent fram og þá vinnur þú inn þessa heppni."

Victor segir að það verði fagnað í kvöld og svo verði einbeitingin sett á Úkraínu á morgun. Hann segir að það þurfi að renna vel yfir leikinn í kvöld og byggja ofan á þennan 15 mínútna góða kafla.
Athugasemdir
banner
banner