Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 21. júlí 2018 17:10
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild: Grótta setur pressu á toppliðin
Þetta var fjórði sigur Gróttu í röð í deildinni.
Þetta var fjórði sigur Gróttu í röð í deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Tveimur síðustu leikjum dagsins í 2. deild karla var að ljúka rétt í þessu með góðum sigrum hjá Gróttu og Víði.

Grótta heimsótti fallbaráttulið Tindastóls til Sauðárkróks og var staðan markalaus í hálfleik.

Björn Axel Guðjónsson kom Seltirningum yfir snemma í síðari hálfleik og tvöfaldaði Ásgrímur Gunnarsson forystuna rúmlega tíu mínútum síðar.

Gestirnir bættu tveimur mörkum við og uppskáru öruggan 4-0 sigur. Grótta er í þriðja sæti, tveimur stigum frá toppliði Aftureldingar.

Víðir komst þá í 3-0 gegn Hetti áður en gestirnir klóruðu í bakkann undir lokin. Eitt stig skilur liðin að í neðri hluta deildarinnar.

Tindastóll 0 - 4 Grótta
0-1 Björn Axel Guðjónsson ('54)
0-2 Ásgrímur Gunnarsson ('67)
0-3 Pétur Theódór Árnason ('87)
0-4 Ásgrímur Gunnarsson ('89)

Víðir 3 - 1 Höttur
1-0 Mehdi Hadraoui ('6)
2-0 Fannar Orri Sævarsson ('14)
3-0 Andri Gíslason ('62)
3-1 Markaskorara vantar ('89)


Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner