Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
banner
   þri 21. júlí 2020 22:45
Sverrir Örn Einarsson
Magnús Már: Ef eitthvað lið átti að vinna þá vorum það við
Lengjudeildin
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar.
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding sótti stig suður með sjó í
Grindavík þegar liðið heimsótti Grindavík á Grindavíkurvelli í kvöld en lokatölur urðu 2-2,
Grindvíkingar komust yfir með marki eftir aðeins tvær mínútur en eftir það tók Afturelding öll völd á vellinum og uppskar jöfnunarmark eftir átta mínútna leik. Þrátt fyrir fjölmörg færi tókst gestunum ekki að bæta við og hálfleikstölur því 1-1. Heimamenn bitu í skjaldarrendur í síðari hálfleik og stýrðu leiknum lengst af í síðari hálfleik og uppskáru mark á 66. mínútu þegar Stefán Ingi Sigurðarson skoraði snoturt mark. Gestirnir reyndu hvað þeir gátu að jafna leikinn en þurftu að bíða fram í uppbótartíma eftir jöfnunarmarkinu sem Jason Daði Svanþórsson skoraði eftir mistök Stefáns sem tapaði boltanum á slæmum stað.

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  2 Afturelding

„Við vorum betri aðilinn í fyrri hálfleik og fengum mörg góð færi og byrjum seinni hálfleikinn allt í lagi fyrstu mínúturnar en þá kom smá down kafli hjá okkur í tuttugu mínútur sem að gerði það verkum að þeir komust yfir en eftir það var baráttan hjá strákunum til fyrirmyndar. Við jöfnuðum verðskuldað og ef eitthvað lið átti að vinna þetta í lokin þá voru það klárlega við. Við sóttum grimmt í lokin og áttum jafnvel að taka öll þrjú stigin.“
Sagði Magnúns Már Einarsson þjálfari Aftureldingar um leikinn.

Eins og Magnús sagði stýrði Afturelding leiknum framan af leik og fannst fréttaritara oft á tíðum það vera auðvelt hjá þeim að opna stór svæði í Grindavíkurliðinu til að sækja í. Var Magnús búinn að kortleggja Grindavíkurliðið vel?

„Já við vorum búnir að gera það og strákarnir fóru eftir því plani og það gekk vel en við hefðum átt að skora fleiri mörk og þetta er svona súrsætt stig ef eitthvað lið átti að vinna þennan fótboltaleik þá var það Afturelding. Miklu fleiri færi sem við fengum heilt yfir í leiknum og mér fannst við vera að sækja sigurinn í lokin öllu meira en þeir.“

Gísli Martin Sigurðsson þurfti að fara af velli eftir tæplega klukkustundarleik og var eftir því sem fréttaritari heyrði á leið uppá sjúkrahús eftir leik. Hvað kom fyrir hjá honum og hvernig lítur það út?

„Hann fékk eitthvað högg þegar hann fór upp í skallabolta á hnéð. Hann hefur staðið sig mjög vel með okkur í sumar og þetta lítur illa út, það verður bara að viðurkennast. Hann fer í nánari skoðun og þá kemur þetta í ljós. Hann var að glíma við hnémeiðsli í vetur og var frá í nokkra mánuði svo þetta lítur ekki vel út en við skulum vona það besta og að við sjáum hann aftur á vellinum í sumar. “

Sagði Magnús Már en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner