Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 21. nóvember 2022 10:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óttast að fá spjald og verða því ekki með OneLove böndin
Kane verður ekki með OneLove fyrirliðabandið í dag.
Kane verður ekki með OneLove fyrirliðabandið í dag.
Mynd: EPA
Fjallað hefur verið um það í aðdraganda fyrstu leiki Englands og Wales að fyrirliðar liðanna, Harry Kane og Gareth Bale, gætu borið fyrirliðaband þar sem á er hjarta í regnbogalitum, svokölluð 'OneLove' bönd. Það munu þeir ekki gera.

England mætir Íran í fyrsta leik dagsins (13:00) og Wales mætir svo Bandaríkjunum í lokaleiknum (19:00).

Í gær var greint frá því að FIFA hefði ekki gefið leyfi fyrir þessum böndum og ætla fyrirliðarnir ekki að vera með þau í umræddum leikjum af ótta við að fá gult spjald frá dómaranum.

Fyrirliðarnir ætluðu að bera 'OneLove' böndin til að mótmæla hvers kyns mismunun.

Þýskaland og Holland voru einnig meðal liða sem ætluðu að vera með böndin en hafa nú hætt við það.
Athugasemdir
banner
banner