Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 22. júlí 2018 18:48
Ingólfur Páll Ingólfsson
Mesut Özil hættur með landsliðinu (Staðfest)
Özil ætlar ekki að klæðast treyju landsliðsins aftur. Hann er 29 ára og á að baki 92 landsleiki.
Özil ætlar ekki að klæðast treyju landsliðsins aftur. Hann er 29 ára og á að baki 92 landsleiki.
Mynd: Getty Images
Mesut Özil var rétt í þessu að tilkynna að hann hafi tekið ákvörðun um að hætta að spila með þýska landsliðinu vegna rasisma og þeirrar vanvirðingu sem hann hefur orðið fyrir undanfarið.

Özil var harkalega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína á Heimsmeistaramótinu í sumar en hann var einnig gagnrýndur fyrir mótið vegna myndar sem birtist af honum og honum umdeilda forseta Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan. Özil var ásamt liðsfélaga sínum, Ilkay Gundogan á myndinni. Özil og Gundogan færðu Erdogan áritaðar treyjur og tóku í höndina á honum. Báðir leikmenn fæddust í Þýskalandi en foreldrar þeirra eru tyrkneskir innflytjendur.

Erdogan hefur fengið mikla gagnrýni í stjórnartíð sinni vegna einræðistilburða og meintra mannréttindabrota, en samband hans við Þýskaland er ekki gott.

Özil fekk gríðarlega gagnrýni en hann segir í röð tísta í dag að hann hafi ekki tekið myndina í pólitískum tilgangi. „Hjarta mitt er þýskt og tyrkneskt," segir hann. Hann kveðst hafa tekið myndina af virðingu við Tyrkland.

Leikmaður gagnrýnir þýska knattspyrnusambandið og þýska fjölmiðla í dag. Özil er allt annað en sáttur með þá meðferð sem hann hefur fengið upp á síðkastið og segir að vegna þess vilji hann ekki lengur klæðast treyju þýska landsliðsins.

Faðir leikmannsins hafði sagt eftir mótið að hann vildi sjá son sinn hætta með landsliðinu enda fannst þeim eins og knattspyrnusambandið, aðdáendur og fjölmiðlar hefðu skellt skuldinni á Özil.

Hér að neðan má sjá það sem Özil setti á Twitter í dag.





Athugasemdir
banner
banner