Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 22. ágúst 2018 12:30
Magnús Már Einarsson
Erik Hamren tilkynnir fyrsta landsliðshóp sinn á föstudag
Óvíst hvort Aron Einar verði með
Icelandair
Erik Hamren og Freyr Alexandersson.
Erik Hamren og Freyr Alexandersson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren, nýr landsliðsþjálfari karla, tilkynnir sinn fyrsta landsliðshóp á fréttamannafundi á föstudaginn.

Hamren kynnir þar hópinn sem mætir Sviss í Þjóðadeildinni ytra þann 8. september og Belgíu á Laugardalsvelli þriðjudaginn 11. september.

Hamren hefur verið á landinu að undanförnu en hann var viðstaddur fréttamannafund í vikunni þar sem Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, kynnti hópinn sem mætir Þýskalandi og Tékklandi í mikilvægum leikjum á næstunni.

Freyr er aðstoðarþjálfari Hamren og á föstudag kynna þeir sinn fyrsta hóp.

Mikil óvissa ríkir um það hvort landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson verði með gegn Sviss og Belgíu en hann hefur ekki verið með Cardiff í fyrstu tveimur umferðunum í ensku úrvalsdeildinni vegna meiðsla.

Aron hefur einnig tilkynnt að hann ætli ekki að missa af því þegar annað barn hans kemur í heiminn en eiginkona hans Kristbjörg Jónasdóttir gengur með barn undir belti og það er væntanlegt í heiminn í byrjun september.
Athugasemdir
banner
banner
banner