þri 22. nóvember 2022 09:48
Elvar Geir Magnússon
Útlit þjálfara Senegals vekur athygli - „Þetta er nettur maður“
Aliou Cisse, þjálfari Senegal.
Aliou Cisse, þjálfari Senegal.
Mynd: Getty Images
„Þetta er nettur maður," sagði Helga Margrét Höskuldsdóttir, umsjónarmaður HM stofunnar á RÚV, um útlit Aliou Cisse, þjálfara Senegals.

Cisse er með mikið svægi á hliðarlínunni og var klæddur í gráan íþróttagalla og með derhúfu í leiknum gegn Hollandi í gær. Þá er hann með einkennandi 'dredda' sem gefur útlit sem ekki er algengt hjá þjálfurum í fremstu röð.

„Sem leikmaður væri ég til í að spila fyrir þennan mann," sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, Adda, í HM stofunni.

„Gráir íþróttagallar hafa slegið í gegn hjá þjálfurum her á landi," sagði Helga Margrét og vitnaði þar í þjálfaraklæðnað Eiðs Smára Guðjohnsen og Sigurvins Ólafssonar hjá FH.

En Cisse er ekki bara með flott útlit á hliðarlínunni heldur hefur hann sannað sig sem frábær þjálfari. Hann hefur stýrt senegalska liðinu frá 2015 og gerði liðið að Afríkumeistara á síðasta ári.
Athugasemdir
banner