Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   fös 24. maí 2019 22:35
Mist Rúnarsdóttir
Jónsi: Við skorum alltaf
Jónsi var stoltur af sínu liði þrátt fyrir tap gegn Þrótti
Jónsi var stoltur af sínu liði þrátt fyrir tap gegn Þrótti
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Ég var mjög ánægður með stelpurnar í dag. Mér fannst við skilja allt eftir á vellinum. Þróttarliðið er hörkulið. Ég tel að við séum með einn besta framherjann líka en þær eru með tvær af bestu framherjum deildarinnar. Það sást í dag, þær höfðu gæði til að klára,“ sagði Jón Stefán Jónsson, annar þjálfari Tindastóls, eftir 4-2 tap gegn Þrótti í kvöld.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 4 -  2 Tindastóll

Leikir Tindastóls hafa að undanförnu einkennst af markasúpu og það varð engin breyting á í kvöld. Bæði lið lögðu allt kapp á að spila góðan sóknarleik og úr varð hin besta skemmtun fyrir áhorfendur.

„Ég segi alltaf við mínar að við skorum alltaf en við þurfum að fara að skoða eitthvað hvað við fáum á okkur,“ sagði Jónsi en markatala liðsins er 7-10 eftir þrjár fyrstu umferðir.

Lið Tindastóls sýndi mikinn karakter í kvöld. Liðið barðist fyrir hverjum einasta bolta og svaraði tveimur fyrstu mörkum Þróttar um hæl.

„Það er rosalegur karakter í þessu liði. Við lentum líka 4-2 undir hérna og það hefði verið rosalega auðvelt að gefast upp og fá á sig fleiri, dauðþreyttar og með leikmann sem hefur ekki spilað fótbolta í tvö ár inná vellinum. En við héldum áfram og fengum 2-3 færi í viðbót. Ég hef rosalega lítið út á þetta að setja,“ sagði Jónsi.

Tindastólsliðið er nýtt í deildinni eftir að unnið sig upp úr 2. deild í fyrra og Jónsi segir leikmenn og þjálfara fagna því að spila aftur í Inkasso.

„Það er æðislegt. Við njótum hverrar sekúndu. Við erum sennilega ekki búin að fá auðveldustu byrjunina sem liðin fá. Fáum Hauka í fyrsta leik, svo FH og Þrótt. Sennilega þrjú af bestu fjórum liðum í deildinni.“

Nánar er rætt við þjálfara Tindastóls í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner