Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 26. september 2018 09:03
Magnús Már Einarsson
Man Utd vill 200 milljónir punda fyrir Pogba
Powerade
Pogba er á sínum stað í slúðurpakkanum.
Pogba er á sínum stað í slúðurpakkanum.
Mynd: Getty Images
Ismaila Sarr er orðaður við Arsenal.
Ismaila Sarr er orðaður við Arsenal.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin sofa aldrei. Hér er slúðurskamtur dagsins.



Paul Pogba (25) miðjumaður Manchester United sagði Jose Mourinho að hann hafi áhuga á að ganga í raðir Barcelona. Mourinho ákvað í kjölfarið að Pogba verði aldrei aftur fyrirliði hjá United. (Mail)

Gagnrýni Pogba á taktík United þykir ýta undir að Frakkinn vilji ganga aftur í raðir Juventus. (Sun)

United vill fá meira en 200 milljónir punda fyrir Pogba. (Mirror)

Joachim Löw, landsliðsþjálfara Þýskalands, var meinaður aðgangur að æfingasvæði Arsenal en hann vildi hitta Mesut Özil (29) og ræða við hann. Özil hætti fyrr á árinu að spila með þýska landsliðinu. (Star)

WBA er að ganga frá samningi við Bakary Sako (30) fyrrum kantmann Crystal Palace en hann er án félags í augnablikinu. (Sky Sports)

Arsenal hefur áhuga á Ismaila Sarr (20) kantmann Rennes en honum hefur verið líkt við Ousmane Dembele leikmann Barcelona. (Mirror)

Roman Abramovich, eigandi Chelsea, vill fá að minnsta kosti þrjá milljarða punda ef hann selur félagið. (Bloomberg)

Aston Villa og Sheffield Wednesday vilja krækja í Gary Cahill (32) varnarmann Chelsea en sjálfur vill hann vera áfram í ensku úrvalsdeildinni. (Sun)

Josh McEachran, miðjumaður Brentford), ólst upp hjá Chelsea og segir það líklega erfiðasta félag í heimi fyrir unga leikmen. (Times)

Jamie Carrgher hefur varið þá ákvörðun Declan Rice (19) að hafna nýjum samningi hjá West Ham. (Talksport)

Dmitry Rybolovlev, eigandi Mónakó, ætlar að selja félagið en fjárfestar frá Bandaríkjunum og Sameinuðu arabísku Furstadæmunum hafa sýnt áhuga. (le10sport.com)

FIFA hefur samtals eytt níu milljónum punda í einkaflugvélagar undanfarin þrjú ár. (Independent)

Arsene Wenger (68) er ekki viss um það hvort hann taki við félagsliði á nýjan leik í framtíðinni. (Evening Standard)

Tony Jimenez, fyrrum varaforseti Newcastle, segir að Kevin Keegan hafi hafnað tilboði um að fá Daniel Sturridge (29) og Karim Benzema (30) þegar hann var stjóri liðsins á sínum tíma. (Times)
Athugasemdir
banner
banner