Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 27. apríl 2020 20:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Football Italia 
Ronaldo flýgur til Ítalíu á morgun
Ronaldo er á mála hjá Juventus.
Ronaldo er á mála hjá Juventus.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo, leikmaður Juventus, mun á morgun fljúga aftur til Ítalíu þar sem stefnt er á að hefja aftur æfingar von bráðar.

Ronaldo hefur síðustu vikurnar dvalið á Madeira í Portúgal vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, greindi frá þeirri ákvörðun í gær að slaka á samkomubanni á Ítalíu og mega félög hefja æfingar þann 4. maí næstkomandi. Hátt í 27 þúsund manns hafa látið lífið á Ítalíu vegna kórónuveirunnar, en ástandið virðist vera að batna fyrst það styttist í að knattspyrnufélög megi byrja að æfa aftur.

Ítölsk félög mega hefja æfingar 4. maí. Leikmenn byrja á því að æfa einir og svo má æfa í hópum frá 18. maí. Ítalska deildin gæti svo hafist aftur í júní.

Ronaldo mun fara í tveggja vikna sóttkví á Ítalíu áður en hann getur byrjað að æfa hjá Juventus.

Eins og staðan er núna er Juventus með einu stigi meira en Lazio á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar, en bæði lið eiga tólf leiki eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner