Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   mið 29. ágúst 2018 15:30
Magnús Már Einarsson
Freysi: Færri risa toppar en vanalega hjá þeim
Icelandair
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
„Tilhlökkunin er mikil, það er engin spurning," sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, fyrir æfingu liðsins í dag en framundan er risaleikur gegn Þýskalandi í undankeppni HM á laugardag.

Fram að leik verða margir fundir um þýska liðið en Ísland getur með sigri á laugardag tryggt sér sæti á HM í fyrsta skipti.

„Það er einn af styrkleikum okkar að vita nákvæmlega hvað andstæðingurinn gerir, hvar við getum meitt hann og hvar við getum notað okkar styrkleika."

Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, spilar með Wolfsburg í Þýskalandi og hún hefur meðal annars gefið Frey ráð um liðsfélaga sína þar. „Við Sara tölum alltaf saman og við vitum allt um andstæðingana," sagði Freyr.

Ísland vann Þýskaland 3-2 ytra í fyrra. Þjóðverjar hafa skipt um þjálfara síðan þá og einhverjar mannabreytingar eru einnig.

„Varnarlínan er svolítið breytt en þar eru ekkert endilega betri leikmenn. Það eru leikmenn utan hóps núna sem byrjuðu leik í mars hjá þeim. Breiddin er fáránleg."

„Það eru ákveðin tímamót hjá þeim því þessir risa toppar eru færri en vanalega. Þá er ég ekki að tala um síðasta leik heldur frá því í gamla daga."


Uppselt er á leikinn en það er í fyrsta skipti sem uppselt er á kvennalandsleik á Laugardalsvelli. „Þetta er hrikalega gaman og stór áfangi fyrir íslensku þjóðina og íslenskar íþróttir að fylla stærsta íþróttaleikvang landsins á kvennaleik. Þetta er bara geggjað," sagði Freysi að lokum.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner