mįn 11.jśl 2011 09:00
Fótbolti.net
Yfirlżsing frį Leikni: Įkvöršun tekin meš sorg ķ hjarta
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Eva Björk Ęgisdóttir
,,Į fundi meš stjórn knattspyrnudeildar var Sigursteinn inntur eftir žvķ hvort hann vildi stķga til hlišar og einbeita sér aš bata sķnum, en hann sagši aš žaš yrši įkvöršun stjórnarinnar ef svo vęri. Sś įkvöršun hefur nś veriš tekin meš hag félagsins fyrir brjósti."

Ofangreind orš eru mešal žess sem fram kemur ķ yfirlżsingu sem knattspyrnufélagiš Leiknir sendi frį sér seint ķ gęrkvöldi. Žjįlfaraskipti hafa oršiš hjį félaginu en Zoran Miljkovic er aš taka viš af Sigursteini Gķslasyni.

Sigursteini var sagt upp störfum lķkt og Garšari Gunnari Įsgeirssyni sem tók tķmabundiš viš žjįlfun Leiknis eftir aš Sigursteinn greindist meš krabbamein snemma sumars.

Leiknir hefur enn ekki unniš leik žaš sem af er Ķslandsmóti og er įrangurinn langt undir žeim markmišum sem sett voru fyrir tķmabiliš. Lišiš er ķ fallsęti ķ 1. deildinni.

Hér aš nešan mį sjį yfirlżsingu Leiknis ķ heild sinni.Yfirlżsing frį Leikni varšandi žjįlfaraskipti:

Stjórn knattspyrnudeildar Leiknis hefur įkvešiš aš enda samstarfiš viš Sigurstein Gķslason. Stjórnin vil žakka Sigursteini fyrir vel unniš starf į žeim tķma sem hann žjįlfaši lišiš, en sį tķmi hefur veriš įnęgjulegur og jįkvętt skref ķ uppbyggingu félagsins.

Įstęšan fyrir žvķ aš samstarfinu er slitiš į žessum tķmapunkti er engu aš sķšur sś aš įrangurinn ķ sumar hefur veriš langt fyrir nešan vęntingar og langt undir žeim markmišum sem sett voru fyrir tķmabiliš. Sigursteinn Gķslason vęri öllu jafna rétti mašurinn til aš snśa skśtunni viš en ķ ljósi ašstęšna teljum viš hag klśbbsins betur borgiš undir stjórn nżs žjįlfara.

Į fundi meš stjórn knattspyrnudeildar var Sigursteinn inntur eftir žvķ hvort hann vildi stķga til hlišar og einbeita sér aš bata sķnum, en hann sagši aš žaš yrši įkvöršun stjórnarinnar ef svo vęri. Sś įkvöršun hefur nś veriš tekin meš hag félagsins fyrir brjósti.

Viš gerum okkur ljóst aš žessi įkvöršun kann aš falla ķ grżttan jaršveg en Sigursteinn hefur ešlilega ekki getaš einbeitt sér aš žjįlfun lišsins ķ sumar og žvķ varš aš taka žessu erfišu įkvöršun. Žaš er meš sorg ķ hjarta sem įkvöršunin er tekin og vil stjórn Leiknis óska Steina góšs gengis ķ barįttunni sem framundan er.

Stjórnin vil einnig žakka Garšari Gunnari Įsgeirssyni fyrir óeigingjarnt starf ķ žįgu félagsins į erfišum tķma, en hann stżrši lišinu ķ fjarveru Sigursteins.
banner
Nżjustu fréttirnar
Gylfi Žór Orrason
Gylfi Žór Orrason | mįn 19. nóvember 17:30
Heišar Birnir Torleifsson
Heišar Birnir Torleifsson | fös 16. nóvember 08:00
Ašsendir pistlar
Ašsendir pistlar | miš 31. október 17:00
Jóhann Mįr Helgason
Jóhann Mįr Helgason | mįn 15. október 09:30
Elvar Geir Magnśsson
Elvar Geir Magnśsson | fös 12. október 08:25
Elvar Geir Magnśsson
Elvar Geir Magnśsson | fim 04. október 17:10
Elvar Geir Magnśsson
Elvar Geir Magnśsson | fim 27. september 13:10
Elvar Geir Magnśsson
Elvar Geir Magnśsson | miš 15. įgśst 14:18
No matches